Um mig
Ég heiti Aþena Eir og er 26 ára gömul. Ég er menntuð sem stærðfræðikennari grunnskólabarna (M.T.) Ég á tvær dætur sem eru fæddar árið 2020 og 2021.
Námsefnisgerð er mér mjög ofarlega í huga á hverjum degi og hef ég búið til ótal verkefni bæði fyrir dætur mínar og nemendur.
Mig langar að deila þessum áhuga með ykkur og leyfa ykkur sem hafa áhuga að versla verkefni frá mér gegn vægu gjaldi og vonandi nýtt ykkur þau verkefni sem eru í boði sem samveru með börnunum ykkar, til að auka þekkingu þeirra og þrautseigju í námi.
Hér má finna fjölbreytt og lærdómsrík verkefni fyrir krakka sem vilja læra meira. Ef þið hafið fyrirspurnir eða hugmyndir um verkefni má endilega senda mér tölvupóst á laerummeira@outlook.com