Skilmálar: Áskrift stofnanna

Með kaupum á áskrift stofnanna samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála:

1. Um áskriftina:

Stofnanaáskrift veitir aðgang að öllum rafrænum kennsluverkefnum á lærummeira.is á meðan áskriftartímabil varir (6 eða 12 mánuðir). Aðgangur er veittur í gegnum stofnanaaðgang (t.d. netfang skólans) og er ætlaður starfsmönnum innan viðkomandi stofnunar.

2. Notkunarheimild:

  • Aðeins starfsfólk innan stofnunar má nota efnin í sinni kennslu.

  • Efnið má prenta og nota í bekkjarkennslu eða stuðningsnámi innan stofnunarinnar.

  • Það er ekki leyfilegt að deila efni eða aðgangi með öðrum utan stofnunar – hvorki kennurum né öðrum aðilum.

3. Aðgangur:

  • Ein áskrift = einn stofnanaaðgangur.

  • Kennarar geta deilt aðgangsupplýsingum sín á milli innan stofnunarinnar.

  • Ef áskrift rennur út, lokast aðgangurinn sjálfkrafa og aðgangur að efni fellur niður.

4. Brottfall skilmála:
Ef brjótið er gegn þessum skilmálum – s.s. ef efni er dreift utan stofnunar eða deilt með utanaðkomandi – áskilur lærummeira.is sér rétt til að:

  • loka fyrir aðgang án endurgreiðslu,

  • krefjast greiðslu fyrir misnotkun,

  • og/eða segja upp áskrift.